Fastur liður í vikulegri dagskrá Skólabúðanna á Reykjum er Hárgreiðslukeppni drengja. Þar keppa færustu hárgreiðslumeistarar í sinni grein og módelin eru alltaf drengir.
Samstarf skólanna á Hólmavík og Drangsnesi skilaði sigri að þessu sinni. Það var Trausti Rafn sem var valinn glæsilegasta módelið og um hárgreiðslu og förðun sáu Emilía Rós og Karen Ösp frá Drangsnesi og Ingibjörg og Harpa Dögg frá Hólmavík.
Síðustu myndir úr Reykjaskólaferðinni eru nú komnar inn í Skólamyndir Grunnskólans á Hólmavík og tilvalið að rifja upp ferðina með því að skoða þær.
Samstarfið sigraði !
30.01.2012
Fastur liður í vikulegri dagskrá Skólabúðanna á Reykjum er Hárgreiðslukeppni drengja. Þar keppa færustu hárgreiðslumeistarar í sinni grein og módelin eru alltaf drengir. Samstarf sk?...
