Fara í efni

Samspilsvika og furðulegur hárdagur

02.03.2012
Kæru foreldrarÞað var nóg um að vera í vikunni hjá nemendum í 1. - 2. bekk og voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum.   Stafurinn Ö ö var kynntur og unnu nemendur í ...
Deildu
Kæru foreldrar

Það var nóg um að vera í vikunni hjá nemendum í 1. - 2. bekk og voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum. 
 

Stafurinn Ö ö var kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni  honum tengd. Nemendur í 2. bekk unnu meðal annars verkefni í Ritrún, Ás og Tvist. Í stærðfræði eru nemendur enn að vinna með tölurnar 0 - 20 í samlagningu og frádrætti.

Síðasta mánudag var öllum nemendum í Grunnskólans boðið að hlusta á tónlistarmennina Pál Eyjólfsson gítarleikara og Laufeyju Sigurðardóttur fiðluleikara en þau fluttu efnisskrá í tenglum við verkefnið Tónlist fyrir alla. Að þessu tilefni féllu íþróttir niður.


Í listum unnu nemendur verkefni úr spýtum þar em þau þurftu meðal annars að negla, pússa og mála. Þetta verkefni gekk mjög vel hjá þeim :)

Í trúarbragðafræði unnu nemendur myndverk tengt páskunum. Þeir unnu verk sem túlka átti pálmasunnudag.

Í upplýsingatækni unnu nemendur verkefni á vefnum, þau rímuðu, fundu eins orð, og fóru í orðaleit. 
 

Í ensku var farið í vikudagana, tölur og litir rifjaðir upp.


5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar, þau unnu verkefni sem reyndi á fínhreyfingar á meðan unnu nemendur í 1. - 2. bekk í stafsetningu og sögubók.
 

Í náttúrufræði héldu nemendur áfram að vinna í þemaverkefninu Um mig og þig. Á mánudeginum var fjallað um tennur og tannhirðu og unnu nemendur verkefni því tengd.


Í vikunni byrjuðum við svo á lestrarátaki :) nemendur fá 10 - 15 mínútur á dag til að lesa „fjálst" og gengur þetta átak mjög vel. Margir hafa nú þegar lesið nokkrar bækur :)


Í vikunni var samspilsvika hjá nemendum tónskólans. Nemendur spiluðu saman í 4 - 5 manna hópum og æfðu á mismunandi hljóðfæri nokkur lög .

Á föstudeginum var svo furðulegur hárdagur og mættu nemendur með fjölbreyttar og flottar hárgreiðslur eins og sjá má :)
 

Í næstu viku verður  boðið upp á danskennslu. En  hann Jón Pétur Úlfljótsson frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru verður með dansnámskeið í íþróttamiðstöðinni frá mánudegi til föstudags. Nemendur í 1. - 2. bekk sækja tíma frá kl. 14:10 - 15:00.

Á föstudag verður sparifatadagur og mega nemendur koma í sínu fínast pússi  :)

 

Með góðri kveðju,

Vala

Til baka í yfirlit