Einn mikilvægra þátta í skólastarfinu er að leggjast yfir þau greiningartæki sem notuð eru til að meta námsárangur og gæði í skólastarfi. Samræmd könnunarpróf eru mælitæki sem mæla getu og færni nemenda. Þau gefa einnig vísbendingar um frammistöðu skóla og sýna meðal annars fram á það hvort nemendur eru að standast markmið sem sett eru í aðalnámskrá grunnskóla. Hugleiða má samhengið milli þeirrar kennslu sem nemendur fá og þess hvernig þeir sýna í samræmdu prófi hvernig og hvort þeir eru að ná markmiðum aðalnámsskrár. Mikilvægt er að árétta að mjög margt af því sem hefur verið gagnrýnt í tengslum við samræmdu könnunarprófin tengist miklu frekar notkun þeirra upplýsinga sem prófin gefa af sér frekar en gæði prófana sjálfra. En samræmd próf eru ekki lögð fyrir að ástæðulausu. Ein megin forsenda þeirra er að fá fram upplýsingar til þess að gefa skólum kost á að rýna í niðurstöðurnar nemendum og kennurum til gagns. Þannig má skipuleggja nám og kennslu í samræmi við niðurstöður prófana og kennarar eiga að geta nýtt sér þessar niðurstöður við skipulag kennslu.
Hér má sjá samantekt á niðurstöðum og framkvæmd samræmdra könnunarprófa við Grunnskólann á Hólmavík haustið 2010.
Samantekt á niðurstöðum og framkvæmd samræmdra könnunarprófa
01.06.2011
Einn mikilvægra þátta í skólastarfinu er að leggjast yfir þau greiningartæki sem notuð eru til að meta námsárangur og gæði í skólastarfi. Samræmd könnunarpróf eru mælitæki sem ...