Kæru foreldrar
Allir voru mjög duglegir í vikunni, og náðu felst öll að klára viðmiðin sín. Stafurinn T t var kynntur og unnu nemendur í 1. bekk verkefni honum tengd. Í stærðfræði erum við að vinna með tölurnar 0 - 20, nemendur hafa einnig verið mjög duglegir að leiðrétta verkefnin sín.
Í náttúrufræði unnum við með lengd og þyngd. Hæð nemenda var mæld og klippur var spotti jafn langur þeim. Inga Foss var svo yndisleg að lána okkur vigtina sína svo hægt væri að vigt alla. Í listum unnu nemendur þrykkmyndir.
5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar í vikunni, hópur 2 fór í listir en hópur 1 í íslensku og íþróttir.
Þórey frænka Hrafnhildar Kríu kom einnig í heimsókn til okkar og var með okkur út vikuna.
Á miðvikudag og fimmtudag var ég heima með veikt barn, Dagrún og Alda sáu um kennsluna þessa daga :)
Í vikunnu fóru nemendur í hraðlestrarpróf, skriftarpróf, stafsetningapróf og könnun í ensku.
Vill minna á að á næsta fimmtudag eru foreldraviðtöl en þenna dag eru nemendur í frí.
Takk fyrir vikuna :)
Kveðja, Vala
