Elsku mamma og pabbi
Ég var svakalega dugleg/ur alla vikuna, þó svo að hún hafi verið í styttra lagi náði ég að afkasta miklu. Ég tók próf í stafsetningu, skrift, lestri og málfræði. Svo vann ég líka mjög vel bæði í íslensku og stærðfræði.
Ég lærði stafinn Ý ý og gerði mörg verkefni honum tengd, ég fann nokkur orð sem byrjuðu á Ý ý, klappaði atkvæðin í þeim og valdi nokkur orð sem ég skrifaði í orðasafnið mitt. Ég skrifaði sögu í sögubókina mína, ég las frjálst í frjálslestrarbók, vann æfingahefti fyrir prófið í íslensku og svo gerði ég líka margt annað mjög skemmtileg.
Ég fékk ekki nein aukaverkefni í stærðfræði þessa vikuna, en ég fékk í staðinn æfingahefti fyrir prófið í stærðfræði. Ég má alveg vinna í því ef ég hef tíma til eða nenni, ég fæ samt tækifæri til að vinna í því á mánudaginn með Völu.
Í trúarbragðafræði fræddist ég um hindúatrú. Mamma vissir þú að hluti af því að vera hindúi er að vera góður við öll dýr. Margri hindúar borða ekki kjöt og alls ekki kjöt af kúm. Pabbi, á Indlandi eru kýr heilagar, þær mega vera þar sem þeim sýnist og stundum eru þær meira að segja úti á götu.
Í hindúatrú eru haldnar uppá nokkrar hátíðir, í október eða nóvember er hátíð sem kallast ljósahátíð. Pabbi vissir þú að á ljósahátíð er kveikt á mörgum kertum, bæði innan dyra sem utan. Þessi hátíð stendur yfir í fimm daga. Hindúar teikna með krít fallegt mynstur sem bjóða á gesti velkomna og einnig gyðjuna Lakshmi sem er happagyðja fyrir komandi ár. Þá gefa ættingjar og vinir hver öðrum gjafir, borða góðan mat og slatta af sætindum.
Hin hátíðin kallast Holi. En þá er nýju ári fagnað. Mamma vissir þú að Holi er stytting á nafninu Holika sem var norn. Hátíðin hefst á því að kveikt er bál og brúða sem líkist norn er kastað á eldinn. Daginn eftir er sko mikið fjör, en þá fara allir hindúar í gömul föt sem mega skemmast, því þá má kasta lituðu dufti hvert á annað og eftir daginn eru allir útataðir í lit og mamma stundum verða fötin ónýt. Ég fræddist líka um að á Indlandi er mjög heilög á sem heitir Ganges og að helsta tákn hindúa er ám.
Ég gerði marga góða og skemmtilega hluti í skólanum en mig langaði að segja ykkur að ég er
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)