Fara í efni

Plástur og annar plásur

18.01.2013
 Elsku mamma og pabbi   Jæja, þá er annarri kennsluviku ársins lokið. Eins og venjulega var ég mjög dugleg/ur alla vikuna. Ég vann öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfr?...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi   


Jæja, þá er annarri kennsluviku ársins lokið. Eins og venjulega var ég mjög dugleg/ur alla vikuna.

Ég vann öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði. Stafurinn H h kynntur og unnin voru verkefni honum tengd. Ég vann aukaverkefni í stærðfræði, þar var ég að æfa mig að taka til láns og geyma.


Á bekkjarfundi horfðum við á myndina „Leyndarmálið Segðu nei, segðu frá".  Myndin fjallaði um góð leyndarmál og vond leyndarmál. Góð leyndarmál er t.d. afmælisgjafir, en vond leyndarmál eru t.d. ef einhver snertir/eða vill snerta einkastaðina mína. Ég veit að einkastaðirnir mínir eru þau svæði sem sundfötin skýla mér þegar ég fer í sund. Eins að einkastaðirnir mínir eru mínir einkastaðir, ég á þá og ræð yfir þeim. Það er mikilvægt að ég viti og muni að ef eitthver brýtur regluna um einkastaðina þá er það aldrei mér að kenna. Ég litaði verkefnablaðið mitt og skráði niður nokkur nöfn á þeim sem ég treysti og gæti leitað til ef einhver brýtur regluna um einkastaðina eins get ég hringt í 112.


Gunnar Jónsson kom í heimsókn og kenndi mér nokkur atriði í skyndihjálp, eins og ef ég sker mig/eða dett og blæðingin er lítill þá er nóg að setja plástur, stundum þarf að setja annan plástur yfir þann gamla.  En ef blæðingin er mjög mikill þá er gott að vefja handklæði utan um sárið til að reyna stöðva blæðinguna og þá þurfum við að leita til læknis. Hann sagði að sumir krakkar eru alltaf að „tússa" á hendurnar á sér og það er mjög hættulegt því að ef ég  „tússa" á húðina mína þá fer „tússið" beint inn í blóðið. Ef ég brenni mig þá get ég kælt það með snjó eða volgu vatni. Að lokum kenndi hann mér  að hringja í 112 ef eitthvað alvarlegt hefur komið fyrir einhvern/eða ef hætta steðjar að. Til dæmis ef mamma, pabbi eða systkini eru mikið veik, svara ekki kalli eða hreyfa sig ekki þá hringja í 112 (ef mamma eða pabbi geta það ekki). En það má alls ekki  hringja í 112 til að gera at eða ef ég hef bara meitt mig lítið og þarf bara að fá plástur.  

Í íþróttum æfði ég mig fyrir atriðið mitt á íþróttahátíðin. Ég æfði mig að gera allskonar listir á trampólíni.

Ég endaði svo vikuna á rólegum nótum, las frjálst í frjálslestrarbók, fór í munaspilið og fékk að horfa á myndina „Flushed away".


Annars stóð ég mig rosalega vel og var til fyrirmyndar.


Mamma og pabbi getið þið hjálpað mér að muna að ég þarf að koma með inniskó í skólann. Ég ætla að nota þá í listum því að ég er að fara að byrja að smíða og ef ég er ekki í skóm þá get ég fengið flís í tásurnar mínar og það vil ég alls ekki.

 

Frá kennara:  

Þar sem svartasta skammdegið er gengið í garð og mikilvægt er að börnin okkar séu vel sýnileg. Vil ég því biðja ykkur kæru foreldrar að huga að endurskinsvestum og endurskinsmerkjum.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa J

Til baka í yfirlit