Fara í efni

Piparkökur og brunaæfing

14.12.2012
  Elsku mamma og pabbi   Ég stóð mig rosalega vel eins og venjulega alla vikuna. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði. Í íslensku fór ég meðal annars í rí...
Deildu
 
Elsku mamma og pabbi 
  

Ég stóð mig rosalega vel eins og venjulega alla vikuna. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði. Í íslensku fór ég meðal annars í rím, samsett orð og kyn orða. Stafurinn Æ æ var kynntur og unnin voru verkefni honum tengd.

Í íþróttum hjá Árdísi fór ég í bandý og ýmsa leiki það var mjög gaman.


Í trúarbragðafræði var rætt um trúna og að það eru margar tegundir trúarbragða iðkaðar í heiminum. Að mörg trúarbrögð felast í trú á einn guð, í sumu trúarbrögðum er trúað á marga guði og svo er sumt fólk sem hefur engin trúarbrögð og trúir ekki á neinn guð eða guði. Einnig töluðum við um að matarvenjur og fatnaður getur tengst trúarbrögðum. Það er að í sumum trúarbrögðum borðar fólk ekki ákveðinn mat, t.d. svínakjöt. Sumir setja á sig hatt eða húfur áður en þeir fara með bænir eða ganga inn í bænahúsin sín. 
  

Nú er aðeins búið að skreyta skólann minn, það er búið að setja fallegar myndir út í gluggana á „gamla skólanum" og setja upp kirkjuna á ganginum.

Á þriðjudeginum fór ég upp í félagsheimili og bakaði nokkrar piparkökur sem ég skreytti svo á miðvikudeginum. Ég söng tvö jólalög á Grænfánahátíðinni og síðan bauð ég þeim sem vildu upp piparkökur.
 

Á föstudeginum fékk ég fræðslu um eldvarnir á heimilum, þeir kom í heimsókn til okkar Einar og Siggi Marri. Við fengum að prufa hjálminn hans Sigga, það var rosalega mikið sport.


Í framhaldi af fræðslunni var svo brunaæfing, þá heyrðist alveg rosalega mikil hávaði, ég sat alveg kyrr á meðan Vala fór fram að athuga hvort að ríma ætti skólann. Það átti að ríma skólann, ég fór í röð fram í fataklefa og ég flýtti  mér eins og ég gat að klæða mig í öll útifötin. Þegar ég var komin/n í öll útifötin mín hljóp ég niður á körfuboltavöll og fór í röð. 
 

Mamma og pabbi, nú er farið að vera frekar kalt úti og þess vegna er svo mikilvægt að ég komi vel klædd/ur í skólann þannig að mér verði ekki kalt í frímínútu og svo er útitími í töflu hjá mér á fimmtudögum.

Annars var ég bara rosalega dugleg/ur alla vikuna og stóð mig mjög vel.


Frá kennara:  
Nú hafa allri nemendur í 1. bekk farið og hitt Önnu hjúkku upp á heilsugæslustöð. Anna mældi hæð, þyngd, sjón og heyrn þeirra og gekk það alveg ljómandi vel.

Þar sem svartasta skammdegið er gengið í garð og mikilvægt er að börnin okkar séu vel sýnileg. Vil ég því biðja ykkur kæru foreldrar að huga að endurskinsvestum og endurskinsmerkjum.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Til baka í yfirlit