Fara í efni

Perlur, púsl og teygjur :)

02.09.2011
 Sælir kæru foreldrar :)Önnur kennsluvika skólaársins fór að mestu leyti fram innan veggja skólans. Við byrjuðum vikuna á því að fara í söngstund, þar sem allri nemendur skólans ...
Deildu
 

Sælir kæru foreldrar :)


Önnur kennsluvika skólaársins fór að mestu leyti fram innan veggja skólans. Við byrjuðum vikuna á því að fara í söngstund, þar sem allri nemendur skólans komu saman og sungu nokkur lög.


Í stærðfræði unnu nemendur í 1. bekk með formin og með hugtökin færri en og fleiri en. Á meðan unnu nemendur í  2. bekk með plús og mínus.


Í íslensku unnu nemendur í  1. bekk í bókinni ,,Listin að lesa og skrifa" þar sem unnið var með stafinn Ó ó. En á meðan unnu nemendur í 2. bekk  í  bókinni ,,Það er leikur að læra 2"


Við fórum í okkar fyrsta enskutíma, við byrjuðum á því að telja upp á 10 en svo skoðuðum við nokkur dýraheiti. Þetta gekk allt saman vel og allir stóðu sig frábærlega vel.


Unnin var í verkefnahefti ,,Svona geri ég", ýmisleg þjálfunarverkefni fyrir fínhreyfingar.


Allir lásu fyrir okkur Öldu og farið var í stafaleiki og svo klöppuðum við atkvæðafjölda í ýmsum orðum.


Einnig fórum við í okkar fyrsta tölvutíma, en í honum unnu nemendur verkefni í fingrafimi.


Við fengum smá valtíma en í honum fengum við að velja um að perla, púsla, teikna og leika með teygjur á tinnabretti.

                                                                                                                             Kærar kveðjur, Vala

Til baka í yfirlit