Við í Grunnskólanum hvetjum fólk á öllum aldri til að mæta á þennan fróðlega fyrirlestur sem veitir innsýn í málefni sem kemur okkur öllum við og er vaxandi vandamál á Íslandi - og þar er Strandabyggð ekki undanskilin. Frítt er inn á fyrirlesturinn og allir áhugasamir eru velkomnir á hann.
Það er tómstundafulltrúi Strandabyggðar sem stendur fyrir fyrirlestrinum, en styrktaraðilar eru Strandabyggð, Reykhólahreppur, Kaldrananeshreppur, Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Héraðssamband Strandamanna.
