Komið þið sæl og blessuð.
Okkur langar að byrja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum það liðna.
Nú er fyrsta skólavika nýs árs og fyrsta vika nýrrar bekkjadeildar á enda. Við getum ekki annað sagt en að vikan hafi gengið virkilega vel. Nemendur hafa tekið mjög vel þeim breytingum sem hafa átt sér stað, sýna mikla jákvæðni og vinnusemi. Álfastundin fer t.a.m mjög vel af stað og nemendur áhugasamir. Við skiptum okkur í ýmsa hópa og nýtum báðar stofurnar sem við höfum til umráða uns ný stofa verður tekin í notkun. Við hvetjum ykkur foreldra til setja ykkur í samband við okkur ef eitthvað lyggur ykkur á hjarta sem og ef ykkur langar að deila með okkur upplifnum barna ykkar á þessum breytingu.
Við óskum ykkur góðrar helgar og hlökkum til framhaldandi samvinnu með þessum flotta hópi frábærra krakka.
Kveðja
Íris Björg og Kolla
Nýtt upphaf.
10.01.2014
Komið þið sæl og blessuð.Okkur langar að byrja á því að óska ykkur gleðilegs nýs árs um leið og við þökkum það liðna.Nú er fyrsta skólavika nýs árs og fyrsta vika nýrrar b...