Samkvæmt grunnskólalögum skal árlega gefa út skólanámskrá í hverjum skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir því að hún sé unnin, gefin út og kynnt. Skólanámskrá er nánari útfærsla á aðalnámskrá grunnskóla en jafnframt gefur hún skólum kost á að laga fyrirmæli aðalnámskráar að sérstöðu hvers skóla og staðbundnum aðstæðum, draga þessi sérkenni fram og nýta þau til að efla nám og kennslu.
Frá árinu 2001 hefur skólanámskrá Grunnskólans á Hólmavík verið í þremur hlutum; fyrsti hluti sem er handbók nemenda og foreldra, annar hluti sem er handbók kennara og að lokum þriðji hluti sem inniheldur bekkjarnámskrár. Námskráin verður nú aðeins í tveimur hlutum; almennum hluta og námskrár bekkja.
Frá haustinu 2010 hefur staðið yfir yfirgripsmikil endurskoðun á skólanámskránni þar sem markmiðið hefur verið að uppfæra almennar upplýsingar í þá átt sem skólastarfið hefur þróast á undanförnum árum og að gera upplýsingar um skólastarfið aðgengilegri fyrir alla hópa skólasamfélagsins. Skólanámskráin er þannig leiðarljós þeirra sem vilja fræðast um það sem við kemur framkvæmd á skólahaldi og starfsháttum innan Grunnskólans á Hólmavík. Námskráin er ekki lengur gefin út í pappírsformi en hana má nálgast í heild á vef Grunnskólans. Skólaárið 2011 -2012 er síðan stefnt að útgáfu handbókar sem m.a. inniheldur starfsáætlun skólans. Handbókin verður einskonar stutt samantekt sem byggir á gildandi skólanámskrá og skóladagatali.
Smellið hér til þess að sjá Skólanámskrá Grunnskólans á Hólmavík.
NÝTT - Skólanámskrá
04.11.2011
Samkvæmt grunnskólalögum skal árlega gefa út skólanámskrá í hverjum skóla og er skólastjóri ábyrgur fyrir því að hún sé unnin, gefin út og kynnt. Skólanámskrá er nánari útf?...