Fara í efni

Nýr verkefnisstjóri

13.11.2011
Ingibjörg Emilsdóttir umsjónarkennari hefur verið ráðinn verkefnisstjóri yfir umhverfismálum og Grænfánaverkefni skólans. Inga hefur mikinn áhuga á málaflokknum og er einn þeirra ken...
Deildu
Ingibjörg Emilsdóttir umsjónarkennari hefur verið ráðinn verkefnisstjóri yfir umhverfismálum og Grænfánaverkefni skólans. Inga hefur mikinn áhuga á málaflokknum og er einn þeirra kennar sem hafa á stefnu sinni að auka umhverfisvitund nemenda sem og efla allt starf skólans sem tengist útikennslu og útiveru nemenda á skólatíma. 

Ingibjörg kynnti stöðu mála við skólann okkar á stórum fræðslufundi sem haldinn var að frumkvæði Landverndar á Hvammstanga í október. Fundurinn var ætlaður starfsfólki leik- og grunnskóla á svæðinu frá Skagafirði til Hólmavíkur. Ljóst er að það verður nóg að gera í þessum málaflokki en ní vor verður komið að fyrstu endurnýjun Grænfánans en endurnýjun fer ávallt fram á tveggja ára fresti.  
Til baka í yfirlit