Hulda hefur víðtæka og fjölbreytta kennslureynslu, nú síðast við Vatnsendaskóla í Kópavogi og áður við kennslu og verkefnastjórn við Háskólann á Bifröst og við grunnskólann Blönduósi. Hulda Ingibjörg hefur störf í dag, mánudaginn 20. ágúst.
Alls bárust átta umsóknir um stöðuna. Um ráðninguna sáu Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar, Ingibjörg Benediktsdóttir formaður menntasviðs Strandabyggðar og Hildur Guðjónsdóttir skólastjóri Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.
