Fara í efni

Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum

01.02.2011
Klukkan 16.00 laugardaginn næstkomandi, 5. febúar 2011, flytur Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, fyrirlestur í Skelinni , lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðist...
Deildu
Klukkan 16.00 laugardaginn næstkomandi, 5. febúar 2011, flytur Kjartan Ólafsson, fyrrverandi alþingismaður og ritstjóri, fyrirlestur í Skelinni , lista- og fræðimannadvöl Þjóðfræðistofu, að Hafnarbraut 7 á Hólmavík. 
 
Fyrirlesturinn nefnir Kjartan ,,Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum" en fyrir skömmu komu í leitirnar á Þjóðskjalasafni áður ókunn skjöl um veru Eyvindar og Höllu í Drangavíkurfjalli, barnsfæðingu þar og handtöku vorið 1763, svo og réttarhöld yfir þeim í Árnesi og á Hrófbergi sama vor og dómur sem upp var kveðinn á Broddanesi 30. maí það ár.   
 
Heitt verður á könnunni og eru allir velkomnir.  
Til baka í yfirlit