Upp hefur komið sú hugmynd af velja nöfn á rými og stofur skólans. Vilji er til þess að velja nöfn tengd náttúrunni, kennileitum og örnefnum við Hólmavík. Á föstudaginn skila nemendur 9. og 10. bekkjar sínum hugmyndum til mín sem fara svo í hugmyndapott skólans. Gaman væri ef nemendur ræða þetta við foreldra, forráðamenn, ömmur, afa, frænkur og frænda heima og fá hjá þeim hugmyndir að nöfnum.
Með kveðju,
Hildur