Fara í efni

Nemendur í 8. og 9. bekk enduðu í topp 5 í Myndbandakeppni grunnskólanna!

21.11.2010
Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík hafa unnið á haustönninni fjögur myndbönd undir leiðsögn Arnars Jónssonar og sendu þau í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010. Myndböndin hafa he...
Deildu
Nemendur í Grunnskólanum á Hólmavík hafa unnið á haustönninni fjögur myndbönd undir leiðsögn Arnars Jónssonar og sendu þau í Myndbandakeppni grunnskólanna 2010. Myndböndin hafa heldur betur vakið athygli og var það myndband nemendanna í 8. og 9. bekk, Umhverfis jörðina á 8 dögum, sem lenti í topp 5 sætunum!

Dómnefnd skipuð þeim Katrínu Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, Valdísi Óskarsdóttur, klippara og kvikmyndagerðarkonu, Hilmari Oddssyni, rektor Kvikmyndaskóla Íslands og Helgu Viðarsdóttur, markaðsstjóra 66°NORÐUR hefur farið yfir myndböndin og valið sigurvegara.

Í eldri flokki sigraði Bjarki Kjartansson úr Lundaskóla Akureyri en hann gerði flott klippimyndband

Í yngri flokki sigraði 5. og 7. bekkur í Bíldudalsskóla en þau gerðu þögla mynd um 66°NORÐUR manninn

Myndband nemendanna í 8. og 9. bekk lenti því í 2. - 5. sæti í eldri flokkinum og óskum við öll þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur!

Umhverfis jörðina á 8 dögum má sjá hér.

Þess má einnig geta að myndböndin fjögur voru einnig send í Kvikmyndakeppni grunnskólanna en útslit í þeirri keppni verða kynnt 27. nóvember nk.
Til baka í yfirlit