Fara í efni

Námsgögn - sætaskipan

28.02.2014
Heil og sæl.Nú verða sagðar fréttir :) S.l. miðvikudag fór seinni hópur 1. - 4. bekkjar í leikskólaheimsókn. Eins og síðast gekk þessi heimsókn vel og virtust allir vera sælir og s?...
Deildu
Heil og sæl.
Nú verða sagðar fréttir :)
S.l. miðvikudag fór seinni hópur 1. - 4. bekkjar í leikskólaheimsókn. Eins og síðast gekk þessi heimsókn vel og virtust allir vera sælir og sáttir að heimsókn lokinni. Nemendur gerðu m.a. grímur, tóku þátt í söng og ávaxtastund og fóru svo í útiveru þar til skólabíllinn sótti hópinn.
1. og 2. bekkur heimsóttu sorpsamlagið í tjáningu í dag (föstudag) og fræddust um starfsemina sem þar fer fram. Kolla mun setja inn myndir á heimasíðuna frá heimsókninni. Vel var tekið á móti nemendum og fengu þeir m.a að sitja í lyftaranum sem vakti mikla lukku.
N.k miðvikudag er öskudagur og eins og sjá má á vikuáætlun sem send er heim verður sá dagur með breyttu sniði. Nemendur eru hvattir til að mæta í búningum í skólann.  Skóla líkur 12:30  þann dag. Hádegisverður verður með hefðbundnu sniði, skjól er opið til 16:00 og skólaakstur frá skóla er á hefðbundnum tíma kl 14:30.
Á mánudag, bolludag, má að sjálfsögðu taka með sér BOLLU í nesti. :)
Í vikunni var gerð leynileg könnun meðan nemenda um óskir varðandi sætaval og í framhaldi af því koma nemendur að nýjum sætum á mánudag. Þau vita af þessari breytingu og komið var móts við óskir þeirra við uppröðun. Nú eru 4 stöðvar í stofunni, þrjár með 6 borðum og ein með 5.
Nú er 3.önn þessa skólaárs hafin og því ágætt tilefni til að fara yfir stöðuna á pennaveskjum og fleiri námsgögnum. Marga nemendur er farið að vanta blýanta og strokleður, lím er víða búið og einhverjir hafa ekki reiknivélar. Við hvetjum ykkur til að fara yfir stöðuna með börnum ykkar og aðstoða þau við að taka ábyrgð á þessum þætti.
Að lokum óskum við ykkur góðrar helgar og passið ykkur nú,, flestir eru búnir að búa sér til bolluvönd.... BOLLA BOLLA BOLLA,,,
Til baka í yfirlit