Fara í efni

Munaspil og stafabangsar

25.01.2013
 Elsku mamma og pabbi   Vikan gekk alveg ljómandi vel hjá mér, ég var mjög dugleg/ur að vinna öll þau verkefni sem lögð voru fyrir mig. Ég kláraði markmiðin mín bæði í stærð...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi  
 

Vikan gekk alveg ljómandi vel hjá mér, ég var mjög dugleg/ur að vinna öll þau verkefni sem lögð voru fyrir mig. Ég kláraði markmiðin mín bæði í stærðfræði og íslensku, stafurinn É é var kynntur og ég vann verkefni honum tengd.

Einnig fór ég í munaspilið, bjó til orð með stafaböngsunum og skrifaði þau í stílabókina mína. Ég vann aukaverkefni um kyn orða, fór í lestrarspilið og bjó til setningar með orðum. Þannig að það má segja að ég hafi staðið mig nokkuð vel.


Ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, það er alveg að koma hjá mér og ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég verð í stuði.


Ég söng afmælissönginn fyrir Þóreyju Dögg en hún var 7 ár þann 23. janúar síðastliðin.

 
Í tjáningu ræddi ég við hina krakkanna í bekknum um reglur, hvaða reglur mér finnist vera mikilvægar, hvaða reglur gilda í umferðinni, reglur á skólalóðinni, hvað reglur þurfa að vera í kennslustundum svo allir geti lært , reglur sem gilda í matsalnum og reglur sem gilda heima. Mikilvægi þess að ég fari snemma að sofa svo ég verði ekki þreytt/ur þegar ég mæti í skólann. Við vorum nokkuð sammála um að mikilvægt sé að hafa reglur.

Í „Við hjálpum" var rætt um framkomu, mikilvægi þess að koma vel fram við aðra og að það sé ekki fallegt að skilja einhvern útundan. Ég skoðaði mynd og sagði hvað mér fyndist athugunarvert við hana. Á myndinni var verðið að meiða, sparka, kíla og toga í hár. Það fannst mér alls ekki fallegt og svona ætla ég aldrei að gera.


Í íþróttum fór ég í fótbolta og ýmsa leiki, það var rosalega skemmtilegt. Ég gerði margt annað skemmtilegt, fór meðal annars í tölvur og val.

Annars stóð ég mig rosalega vel og ég veit að ég er alveg frábær :)

Kæru mamma og pabbi getið þið hjálpað mér að muna að ég þarf að koma með inniskó í skólann. Ég ætla að nota þá í listum því að ég er byrjuð/byrjaður í  smíðum og ef ég er ekki í skóm þá get ég fengið flís í tásurnar mínar og það vil ég alls ekki.

 

Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  

Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa J

Til baka í yfirlit