Kæru foreldra
Við byrjuðum vikuna á því að fara í sameiginlega söngstund í setustofu skólans. Þar var mikið fjög og mikið gaman. Við unnum með orðmyndir og bókstafi, fórum í stafsetningu og skrifuðum nokkrar línur í stílabókina okkar. Í íþróttum hjá Kolla lærðum við bringusund og eftir hádegi var unnið með tölustafina 1 – 6 í fyrsta bekk, nemendur í öðrum bekk unnu með plús og mínus.
Á þriðjudeginum var stafurinn L- l kynntur. Þá unnu nemendur verkefnablöð sem reyndu á fínhreyfingar þeirra. Nemendur settu sér markmið fyrir vikuna en samhliða því unnu þeir verkefni í bókinn ,,Listin að lesa og skrifa. Þar sem unnið var með bókstafi og orðmyndir.
Við byrjuðum miðvikudaginn á því að útbúa fána, sem við myndskreyttym svo með fallegum myndum sem tákna áttu mikilvægi þess að hreyfa sig. En undanfarið höfum við ásamt öllum hinum nemendum í skólanum tekið þátt í verkefninu göngum í skólan. Frá því í síðustu viku höfum við safnað laufblöðum á bekkjartréið okkar, við fengum grænt laufblað fyrir að ganga eða hjóla en ef okkar var ekið þá settum við brúnt laufblað.
Eftir hádegismatinn fóru svo allir nemendur skólans í gönguferð um Hólmavík til að vekja athygli á átakinu.
Á fimmtudeginum myndskreyttu nemendur ljóð í verkefnabókina sína Sín ögnin af hverju. 1. bekkur vann í verkefnabókinni Skólabókin mín þar sem þeir teiknuðu allt dótið sem þau voru með í skólatöskunni. Annar bekkur vann í verkefnabókinni Aðgát í umferðinni.
Í tölvutíma fórum við í orðakistur Kríllu, þar unnum við með rím og fundum eins orð.
Á föstudeginum var farið í heimakrók þar sem farið var í rím, bókstafi, atkvæði klöppuð og orð talin. Í enskutíma var mikið sungið. Við lærðum að heilsa og kveðjast, unnum með tölustafina 1 - 10 og rifjuðum upp litina.
Á mánudaginn er námsefnakynning og hefst hún kl. 19:30.
Takk fyrir vikuna,
Kveðja, Vala
