Elsku mamma og pabbi
Ég var alveg ótrúlega dugleg/ur í skólanum alla vikuna. Ég vann að markmiðum mínum bæði í íslensku og stærðfærði. Ég lærði stafinn D d og gerði nokkur verkefni honum tengd. Ég skrifaði sögu í sögubókina mína, fór í munaspilið og flokkaði sérnöfn og samnöfn. Ég las í frjálslestrarbókinni minni og svo sagði ég öllum hinum í bekknum hvað bókin mín var um.
Ég söng afmælissönginn fyrir Unni Ernu, en hún varð 7 ára þann 7. apríl síðastliðinn. Til hamingju með daginn þinn Unnur mín.
Í sundtíma hjá Ásu æfði ég bringusund, ég æfði handa og fótatök ýmist með eða án korks. Í lokin fór ég í boðhlaup.
Ég fékk kynningu á hugtakinu miðaldir og saman ræddum við um atburði sem gerðist á þeim tíma. Mamma vissir þú að miðaldir voru erfiðir tímar í Evrópusögunni? En þá geisaði einn skæðasti heimsfaraldur „Svartidauði", og það er talið að um 75 milljónir manna hafi látist úr farsóttinni. Víkingaöldin telst til miðalda og einkenndist af mikilli útrás sæfara frá norðurlöndum sem stunduðu bæði verslun og ránsferðir. Og síðar landnám í mismiklu mæli. Pabbi vissir þú að víkingar notuðuð aðallega skildi og hjálma til að verja sig í bardögum. Hjálmar þeirra voru úr málmi en sumir leðri en skildirnir úr tré. Það er víst vitleysa að víkingar hafi skreytt hjálmana sína með hornum, því að það hefði verið mjög hættulegt og auðveldað óvinum að krækja í þá í bardögum. Algengustu vopn víkinga voru sverð, spjót og öxi en sumir áttu sjaldgæfari vopn eins og boga og örvar eða atgeir sem var samblanda af spjóti og öxi.
Ástæðan fyrir þessari kynningu er sú að í vor ætlum við að hafa stóra hátíð sem allir krakkarnir í skólanum taka þátt í. Það er búið að skipta öllum upp í fjóra aldursblandaða hópa og hver hópur vinnur að ákveðnu þema. Ég er búin að hitta hópinn minn einu sinni og í þeim tíma fór fram mikill undirbúningsvinna um þemað. Ég velti því fyrir mér hvernig ég ætlaði að nálgast þemað. Hvað ætla ég að gera? Hvað þarf ég til þess að það takist? Hverjar voru aðstæðurnar á þessum tíma? Hvernig klæddist fólkið o.s.frv. Þessi vinna heldur svo áfram einu sinni í viku fram að vori.
Ég held að hænueggjunum okkar líði bara vel í útungunarvélinni. Við skiptumst á að fá að snúa þeim að morgni.
Á föstudaginn breyttum við stofunni okkar, fórum með mörg borð fram á gang, settum púðaver utan um nýju púðana okkar og svo fengum við að læra á nýju tölvupúðunum okkar. Við þurfum að skiptast á svo allir geti fengið að prófa og það var bara ekkert mál.
Mamma og pabbi ég var mjög dugleg/ur alla vikuna og þið getið verið stolt af mér.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)