Fara í efni

Metnaður

27.09.2013
Heil og sæl.nemendum gengur vel að safna sér kubbum í krukkuna og ef heldur sem horfir þá fyllist hún í næstu viku. Spennandi og skemmtilegt það. Nýja orðið í þessari viku er orði?...
Deildu
Heil og sæl.
nemendum gengur vel að safna sér kubbum í krukkuna og ef heldur sem horfir þá fyllist hún í næstu viku. Spennandi og skemmtilegt það. Nýja orðið í þessari viku er orðið METNAÐUR. Ræddum við það sérstaklega í samhengi við vinnubækur sem nemendur eru að útbúa í tjáningu en þar erum við að læra um 6-H heilsunnar. á síðunni 6h.is má sjá meira um það. Nemendur vinna sína eigin vinnubók út frá þessum 6 gildum og er áhersla lögð á að umræður þar sem nemendur koma með þær áherslur sem þeim finnst skipta mál. Ég varpa svo upp á töflu helstu atriðum sem koma fram og nemendur setja í sína vinnubók þau atriði sem þeim finnst mest um vert að koma til skila.
Í næstu viku hefst lestrarátak og mun það standa yfir til 14. nóv. Við ætlum að halda vel utan um þær bækur sem bekkjarfélagar lesa og mun hver nemandi fá "laufblað" þegar hann hefur lokið við að lesa bók. Laufblöðin verða svo fest á vegginn í stofunni og markið er að ná að fylla einn og hálfann vegglista. Það er vel raunhæft markmið á þessum tíma og munu nemendur njóta aðstoðar við að velja sér bækur með hliðsjón af því. Nemendur skrifa upplýsingar á laufblöðin sín en þar mun koma fram; nafn þess sem las, höfundur bókar, útgáfufélag, fjöldi blaðsíðna og heiti bókar. Ég hvet ykkur foreldra til að stiðja við heimalestur og muna að kvitta í skjatta.
Með kveðju og ósk um góða helgi.
Íris Björg
Til baka í yfirlit