Kæru foreldrar
Eins og undanfarnar vikur voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum bæði í stærðfræði og íslensku. Stafurinn F f var kynntur og unnu nemendur í fyrsta bekk og verkefni tengt honum. Í tónmennt unnu nemendur verkefni um hraða nótna og sungu svo ,,höfuð, herðar, hné og tær". Í listum var byrjað á textílverkefni þar sem reyndi meðal annars á klippi getu nemenda.
Íþróttadagurinn byrjaði á ýmsum æfingum á langa ganginum þar sem reyndi á fimi nemenda. Þar sem nemendur fóru meðal annars í limbo, gerðu armbeygjur, fóru í planka og svo var húllað. Um kvöldið var svo hin árlega íþróttahátíð haldin.
Á fimmtudeginum voru við svo með video og kósýheit, en nemendur völdu að fá í umbum fyrir góða hegðun að horfa á videómynd mæta í náttfötum og koma með bangsa í skólann. Ég bauð svo upp á poppkorn og áttum við góða og notalega stund saman.
Á föstudeginum unnum við verkefni í ensku, þar sem hugtök tengd baðherberginu voru tekin fyrir.
Við fengum skemmilegan gest til okkar , en sonur Borgars tónlistakennara kom og var með okkur alla vikuna.
Skipulagðar heimsóknir 5 ára nemenda hefjast í næstu viku og verða þau með okkur tvisvar sinnum í viku fram á vor. En til að byrja með verður hópnum skipt, fyrri hlutinn kemur til okkar á morgun mánudag en seinni hópurinn næsta fimmtudag.
Með kveðju,
Vala
