Fara í efni

Liðið hafnaði í 3. sæti í sínum riðli í Skólahreysti

12.03.2014
Í dag keppti Grunnskólinn á Hólmavík í Skólahreysti. Keppnin var haldin á Akureyri. Það voru þau Eyrún Björt Halldórsdóttir og Kristófer Birnir Guðmundsson sem kepptu í hraðabrau...
Deildu
Í dag keppti Grunnskólinn á Hólmavík í Skólahreysti. Keppnin var haldin á Akureyri. Það voru þau Eyrún Björt Halldórsdóttir og Kristófer Birnir Guðmundsson sem kepptu í hraðabraut, Ingibjörg Jónsdóttir keppti í hreystigreip og armbeygjum og Jamison Ólafur Johnson keppti í upphífingum og dýfum. Til vara voru Sigfús Snær Jónsson, Trausti Rafn Björnsson og Harpa Dögg Halldórsdóttir.

Liðið stóð sig mjög vel og lauk keppni með 41 stigi og hafnaði í 3. sæti í sínum riðli.
Þjálfari liðsins er Ingibjörg Emilsdóttir.

Til hamingju öll með þenna frábæra árangur!
Til baka í yfirlit