Fara í efni

Leyndadómar lífsins

06.09.2013
Heil og sælÞessa vikuna var ýmislegt brallað, lært, skoðað, spáð og spegúlerað. M.a. unnið með súlurit í stærðfræðinni, stafrófið í íslensku, sauðkindina í samfélagsfræð...
Deildu

Heil og sæl
Þessa vikuna var ýmislegt brallað, lært, skoðað, spáð og spegúlerað. M.a. unnið með súlurit í stærðfræðinni, stafrófið í íslensku, sauðkindina í samfélagsfræði og grænukorn og "leyndardóma lífsins" í náttúrufræði. "Í öllum plöntum eru pínulítil korn sem heita grænukorn. Þau eru eins og litlar vélar eða verksmiðjur. Ef þau hafa vatn, loft, pláss á jörðinni og sól þá geta þau búið til lifandi efni svo að plönturnar vaxa. Þannig vex grasið og allur gróður, tré og grænmeti sem öll dýr og menn þurfa að éta til að geta vaxið. Þess vegna eru þessi efni leyndardómur lífsins. Þar sem þau eru getur verið líf, þar sem eitthvert þeirra vantar er ekkert líf." (nams.is)

Nemendur fóru í fjársjóðsleit í vikunni og fundu "skrín" sem innihélt tákn um ofangreinda leyndardóma og eftirfarandi bréf;

"Til þeirra sem finna þetta skrín
Í þessu skríni eru tákn um leyndardóma lífsins.
Munið alltaf eftir hverjir þessir leyndardómar eru
og berið virðingu fyrir þeim. Þá mun ykkur farnast vel.

Meira um "komdu og skoðaðu hringrásir" má skoða á vefnum komdu og skoðaðu  http://vefir.nams.is/komdu/index.htm

Takk fyrir vikuna krakkar og ég hlakka til að hitta ykkur á mánudaginn.
Kær kveðja
Íris Björg

Til baka í yfirlit