Elsku mamma og pabbi.
Ég er búin/n að vera mjög dugleg/ur í vikunni. Í listum hjá Dúnu byrjaði ég á pappírsmyndverki, ég byrjaði á því að mála pappírshólk, síðan braut ég hann saman og klippti svo niður í sex búta (þeir voru að vísu ekki alveg jafnstórir hjá mér en það er alveg í góðu lagi). Ég bjó til flotta mynd með klessulitum og svo leiraði ég líka aðeins.Í stærðfræði var ég dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum. Tveir hlutar af samræmdu könnunarprófi voru þar á meðal.
Í íþróttum hjá Kolla var rosalega gaman, ég var að undirbúa mig fyrir sundprófið, ég æfði mig í flugsundi og baksundi og það gekk alveg ljómandi vel.
Í íslensku var ég líka mjög dugleg/ur að vinna að markmiðum mínum. Svo tók ég líka einn hluta af samræmdu könnunarprófi.
Ég fór í tvær skimanir hjá Hrafnhildi Þorsteins. Orðarún var lesskilningspróf og svo fór ég í lestrarhæfninsprófið LH-60 (en það er sama prófið og ég tók í síðast haust).
Í vikunni verður mikið um að vera hjá nemendum í 3. bekk, þeir fara í tvær skimanir til Hrafnhildar Þorsteins. Bekkum verður skipt í þrjá fimm manna hópa, hún byrjar á að leggja fyrir lestrarhæfnisprófið LH-60 og svo lesskilnigspróf.
Anna hjúkrunarkona kom og fræddi mig um líkamann minn, tilfinningarnar mínar og að það sé í lagi að segja NEI. Það var mjög gaman að hlusta á Önnu.
Í tónmenntartíma fór ég í allskonar leiki, s.s. spegill, klappleikinn og flækjuleikinn.
Ég ætlaði að fara í heimsókn til Stínu á bókasafnið, en sá tími féll því miður niður. En ég stefni á að fara til hennar í næstu viku :)
Annars er ég búin/n að standa mig vera rosalega vel í vikunni eða það segir Vala, Alda og Árný allavega :)
Með góðri kveðju,
Díana Jórunn, Elín Victoría, Friðrik Heiðar, Guðmundur Ragnar, Halldór Víkingur, Helgi Sigurður, Hilmar Tryggvi, Júlíanna Steinunn, Kristín Lilja, Lárus, Matthías, Róbert Máni, Signý, Sigurður Kári og Svanur Eðvald,
Skilaboð frá Völu
Í næstu viku byrjar prófatímabilið sjá kennsluáætlun :)
