Fara í efni

Lestrardagbækur og foreldraviðtöl

11.11.2011
 Kæru foreldrarÞað var mikið að gera hjá okkur í síðustu viku þá svo að hún hafi verið frekar stutt. Við byrjuðum vikuna á því að fara í söngstund og sungum lög sem nemendur...
Deildu
 

Kæru foreldrar

Það var mikið að gera hjá okkur í síðustu viku þá svo að hún hafi verið frekar stutt. Við byrjuðum vikuna á því að fara í söngstund og sungum lög sem nemendur í 3. bekk völdu. Þá unnu nemendur að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði. Þeir sem  náðu ekki klára prófin sem voru í síðustu viku tækifæri til þess að klára þau.

 Ester kom í heimsókn til okkar og gaf okkur öllum lestrardagbók,en í hana má skrá allar þær bækur sem lesnar eru. Hvort heldur sem barnið les hana sjálfur eða einhver gerið það fyrir það.

Á þriðjudeginum unnu nemendur að markmiðum sínu í stærðfræði og eftir útiveru fóru þau í listir.

Miðvikudagurinn byrjaði á stærðfræði könnun. Í nestistímanum kláruðum við að lesa bókina um hann Einar Áskell og leynivinurinn. Þá tóku allir lestrarskimunina Leið til læsis.

Á fimmtudeginum var starfsdagur kennara

Á föstudeginum voru foreldraviðtöl og mikið var gagnlegt og gaman að fá að hitta ykkur foreldrar og ræða við ykkur um nám barnanna.

Ég er mjög stolt af öllum litlu englunum mínum þeir stóðu sig allir frábærlega vel í vikunnu. Knús á ykkur öll J

Bestu kveðjur, Vala

Til baka í yfirlit