Elsku mamma og pabbi
Ég stóð mig rosalega vel eins og venjulega alla vikuna, þó svo að hún hafi verði í styttri kantinum. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði. Í íslensku fór ég meðal annars í rím, samsett orð, kyn orða. Stafurinn N n var kynntur og unnin voru verkefni honum tengd.
Ég fór á leiksýningu í Félagsheimilinu og það var rosalega gaman :)
Í íþróttum hjá Árdísi leysti ég allskonar þrautir í þrautabrautinni sem hún setti upp. Það var geggjað gaman.
Ég notaði samfélagsfræði tímann minn til þess að klára hugmyndina mína að listaverki sem minna átti alla á að vera góð/ur við hvert annað.
Á bekkjarfundi var rætt um æskilega/óæskilega hegðun, virðingu, framkomu og hvernig við viljum að aðrir komi fram við okkur. Einnig viljum við vera góð fyrirmynd.
Þar sem ég var búin/n að vera svo dugleg/ur að vinna að markmiðunum mínum fékk ég að taka með mér bangsa síðasta daginn fyrir vetrafrí og svo fékk ég líka að horfa á myndina Ísöld 4 og hún var mjög skemmtileg. Við enduðum svo vikuna á því að fara í val.
Mamma og pabbi, nú er farið að vera frekar kalt úti og þess vegna er svo mikilvægt að ég komi vel klædd/ur í skólann þannig að mér verði ekki kalt í frímínútu og svo er útitími í töflu hjá mér á fimmtudögum.
Annars var ég bara rosalega dugleg/ur alla vikuna og stóð mig mjög vel.
Frá kennara:
Þar sem svartasta skammdegið er gengið í garð og mikilvægt er að börnin okkar séu vel sýnileg. Vil ég því biðja ykkur kæru foreldrar að huga að endurskinsvestum og endurskinsmerkjum.
Með góðri kveðju,
