Fara í efni

Leikhópurinn Lotta sýnir Gilitrutt á Hamingjudögum

03.04.2013
Leikhópurinn Lotta hefur mætt á Hamingjudaga undanfarin tvö ár og sýnt fyrir mikinn mannfjölda á hátíðinni á Klifstúni - í blíðskaparveðri. Þessu góða samstarfi Hamingjudaga og ...
Deildu
Leikhópurinn Lotta hefur mætt á Hamingjudaga undanfarin tvö ár og sýnt fyrir mikinn mannfjölda á hátíðinni á Klifstúni - í blíðskaparveðri. Þessu góða samstarfi Hamingjudaga og leikhópsins verður áframhaldið í sumar (í sama góða veðrinu), en þá kemur Lottugengið með nýtt leikrit og sýnir það á Klifstúni kl. 14:00 laugardaginn 29. júní. Leikrit sumarsins heitir Gilitrutt og inn í það blandast ævintýrin Búkolla og Geiturnar þrjár. Það verður því sannkölluð tröllskessustemmning á Klifstúni í sumar! Ókeypis verður inn á sýninguna fyrir alla gesti Hamingjudaga.


Hér er Facebook-síða Leikhópsins Lottu - endilega "lækið" við hana og fylgist með afrekum þeirra í sumar!

Til baka í yfirlit