Fara í efni

Leiðréttur fjallskilaseðill 2014

10.09.2014
Leiðrétting hefur verið gerð á Fjallskilaseðli 2014. Í áður útsendum fjallskilaseðli var tekið fram að ekki yrði réttað í Bitru og Kollafirði en nú er ljóst að réttað verður í Broddanesi sunnudaginn 21. september og sunnudaginn 5. október kl. 16.00. og réttarstjóri verður Jón Stefánsson.
Deildu

Leiðrétting hefur verið gerð á Fjallskilaseðli 2014. Í áður útsendum fjallskilaseðli var tekið fram að ekki yrði réttað í Bitru og Kollafirði en nú er ljóst að réttað verður í Broddanesi sunnudaginn 21. september og sunnudaginn 5. október kl. 16.00. og réttarstjóri verður Jón Stefánsson.

Leiðréttur fjallskilaseðill hefur verið settur inn á vef Strandabyggðar og verður hann jafnframt sendur bændum í Kollafirði og Bitru norðan girðingar, auk þess sem hann mun liggja frammi á skrifstofum sveitarfélagsins að Höfðagötu 3 á Hólmavík.

Hér má sjá leiðréttan fjallskilaseðil 2014

Til baka í yfirlit