Staða forstöðumanns
Fræðslumiðstöð Vestfjarða óskar eftir að ráða forstöðumann. Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að sjá um daglegan rekstur miðstöðvarinnar og leiða hana áfram í uppbyggjandi starfi.
Starfssvið
Ábyrgð á daglegum rekstri s.s. starfsmannastjórnun og fjármálum.
Skipulagning og umsjón með símenntun og framhaldsfræðslu.
Kynningamál og þróunarvinna.
Ýmis önnur verkefni sem til falla.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Menntun í uppeldis- og kennslufræði er kostur.
Þekking á fullorðins- og framhaldsfræðslu.
Þekking og reynsla af rekstri og stjórnun.
Færni í mannlegum samskiptum.
Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Færni í íslensku ritmáli, ensku og tölvum.
Fræðslumiðstöð Vestfjarða
Fræðslumiðstöð Vestfjarða er sjálfseignarstofnun með höfuðstöðvar á Ísafirði og starfsstöðvar á Hólmavík og Patreksfirði. Meginmarkmið eru að auðvelda íbúum á Vestfjörðum símenntun og framhaldsfræðslu sem felur í sér nám, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat. Fræðslumiðstöðin hefur viðurkenningu mennta- og menningarmálaráðuneytisins sem fullorðinsfræðsluaðili skv. lögum um framhaldsfræðslu og EQM-gæðavottun. Nánari upplýsingar um Fræðslumiðstöðina er að finna á vefsíðunni frmst.is
Umsóknarfrestur er til 15. desember 2016.
Umsóknir skal senda Smára Haraldssyni, forstöðumanni Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Suðurgötu 12, 400 Ísafjörður, eða með tölvupósti á smari@frmst.is
Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilskrá og greinargott kynningarbréf sem færir rök fyrir hæfni umsækjanda.
Starfið er laust frá 1. mars 2017, eða samkvæmt samkomulagi.
Nánari upplýsingar veitir Smári Haraldsson í síma 456 5033 eða netfang smari@frmst.is