Markmið landsmótsins er að stjórnir í unglingaráðum eða nemendaráðum félagsmiðstöðva landsins hafi vettvang til að mynda tengsl og kynnast nýjum hugmyndum sem hægt er að nýta í starfi félagsmiðstöðva. Eins og venjan er verður boðið upp á mismunandi smiðjur sem unglingarnir velja um að taka þátt í á laugardeginum og er afrakstur þeirra svo sýndur á hátíðarkvöldverði um kvöldið. Kvöldinu lýkur svo með dansleik. Í tenglum við landsmótið fer fram á sunnudeginum landsfundur ungs fólks þar sem þátttakendur í landsmótinu ræða allt sem við kemur unglingum og börnum. Til landsfundarins koma ýmsir góðir gestir hverju sinni.
Á landsmótinu verður einnig kosið í ungmennaráð Samfés en hlutverk þess er að tryggja áhrif ungs fólks á starfsemi Samfés og skapa um leið vettvang fyrir lýðræðislega þátttöku ungs fólks. 18 fulltrúar víðs vegar að af landinu eiga möguleika á að sitja í ungmennaráði Samfés og geta allir sem eru landsmótsfulltrúar boðið sig fram til setu í ungmennaráði. Undanfarinn ár hafa tveir fulltrúar frá Ozon verið kjörnir í unglingaráð þær Dagrún Ósk Jónsdóttir (veturinn 2007 - 2008) og Anna Lena Victordóttir (veturinn 2009 - 2010)
Bjarni Ómar