Fara í efni

Kynningarmyndbönd - Sveitarstjórnarkosningar 2014

26.05.2014

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 31. maí næst­kom­andi og verður þá kosið hverj­ir muni halda um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­stjórn­um um land allt.

Deildu

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar fara fram 31. maí næst­kom­andi og verður þá kosið hverj­ir muni halda um stjórn­artaum­ana í sveit­ar­stjórn­um um land allt.

Kosn­ingaþátt­taka í síðustu kosn­ing­um, árið 2010 mæld­ist sú lægsta í 40 ár þar sem aðeins rúm­lega 70% mættu á kjörstað. Í öðrum nor­ræn­um ríkj­um hef­ur sama þróun átt sér stað – sí­fellt færri nýta sér kosn­ing­ar­rétt­inn.

Þar hef­ur kosn­ingaþátt­tak­an einnig verið greind niður á ald­ur­hópa og eft­ir upp­runa. Þannig hef­ur komið í ljós að yngri kjós­end­ur og inn­flytj­end­ur hafa síður nýtt sér kosn­ing­ar­rétt­inn en þeir sem eldri eru eða þeir sem eru inn­fædd­ir.

Ætla má að sama þróun sé hér á landi og ann­ars staðar á Norður­lönd­un­um án þess þó að slík grein­ing hafi farið fram. Hef­ur Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga því hafið gagn­virka her­ferð til þess að vekja at­hygli á því að með at­kvæði sínu get­ur fólk haft bein áhrif á hvernig nærum­hverfi þess mót­ast næstu árin. Her­ferðin nefn­ist: Er þér al­veg sama?

Gagn­virka her­ferðin set­ur áhorf­and­ann að borði ásamt þrem­ur ung­menn­um sem eru að skipu­leggja óvænta veislu fyr­ir sam­eig­in­leg­an vin. Hins­veg­ar eru þau aldrei sam­mála um hvernig standa eigi að mál­um, til dæm­is með val á tónlist, út­færslu á stemmn­ingu eða hvernig eigi nú að koma vin­in­um á óvart. Þá er ábyrgð áhorf­and­ans sú að velja og kjósa hvað eigi að ger­ast næst.

Öll mynd­bönd­in eru textuð á ensku, ís­lensku og pólsku. 

Myndböndin voru unnin í samstarfi við Tjarnargötuna ehf. og eru birt á samfélagsmiðlum, t.d. YouTube og Facebook-síðusambandsins.

https://www.youtube.com/watch?v=h1JEBqoYgBk
https://www.youtube.com/watch?v=1latcX5SGfk

Til baka í yfirlit