Fara í efni

Kynningarfundur um Verndarsvæði í byggð á Hólmavík

18.08.2025
Deildu
Kynningarfundur um tillögu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í þjóðfræði/Þjóðfræðistofa um Verndarsvæði í byggð á Hólmavík verður haldinn miðvikudaginn 20. ágúst nk. í Hnyðju. 

Fundurinn verður kl 19:30 og munu Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson kynna tillögu Þjóðfræðistofu um Verndarsvæði í byggð á Hólmavík. 

Athugið að um breytta dagsetningu er um að ræða frá fyrri auglýsingu um væntanlegan kynningarfund. 

Við hvetjum sem flest að mæta og kynna sér þetta verkefni. 

Hér er slóð á tillögu Rannsóknarseturs Háskóla Íslands í þjóðfræði: strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/4718/


Til baka í yfirlit