Fara í efni

Kveikt á jólatrénu við grunnskólann

06.12.2013
Kveikt verður á jólatrénu við grunnskólann mánudaginn 9. desember kl. 13.30. Undanfarin ár hefur vinabær Hólmavíkur Hole í Noregi gefið jólatré sem tendrað hefur verið við grunnsk...
Deildu
Kveikt verður á jólatrénu við grunnskólann mánudaginn 9. desember kl. 13.30.
Undanfarin ár hefur vinabær Hólmavíkur Hole í Noregi gefið jólatré sem tendrað hefur verið við grunnskólann við hátíðlega athöfn. Því miður verður ekki af því í ár að vinir okkar frá Noregi komi í heimsókn.

Jólatréið sem mun prýða lóð grunnskólans í ár er gefið af Lionsmönnum á Hólmavík. Kunnum við þeim þakkir fyrir þetta rausnarlega framlag.
Nemendur syngja jólasöngva og heitt kakó og piparkökur verða á boðstólnum. 
Við vonumst til að sjá sem flesta við þetta tækifæri.
Til baka í yfirlit