Kæru foreldrar
Við byrjuðum vikuna á rólegri samverustund. Spjölluðum um jólin, jólagjafir og áramót. Teiknuðum áramóta mynd og stafurinn Æ æ var kynntur. Nemendur komu með nokkrar hugmyndir að orðum sem við skrifuðum upp á töflu. Við teiknuðum sjálfsmynd en eftir hádegið fengum við að leika okkur í lego og öðru dóti.
Allir voru mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum og náðu flestir að klára þau. Í Íþróttum hjá Kolla var farið í leiki. Í náttúrufræði byrjuðum við á að teikna sprelli strák/stelpu.
Við skrifuðum nokkrar línur í skrift og gerðum eina æfingu í stafsetninu. Við gerðum nokkur verkefni í rökhugsun. Vala las fyrir okkur dæmi sem við áttum að finna svarið við, við gátum teiknað svarið okkar upp eða reiknað það á einhvern annan hátt. Þegar allir voru tilbúnir með svarið sitt var einn valin úr hópnum og átti hann að sýna og útskýra fyrir okkur hinum hvernig hann/hún fékk svarið sitt.
Í tölvutíma fórum við í kennsluforritið Snót og Snáði. En Snót og Snáði er stærðfræðiforrit sem aðlagast að færni, þörfum og getustigi einstaklingsins. Sumir voru að leggja saman tölurnar frá 0 - 5 á meðan aðrir voru að draga frá tölur upp í 20. Í ensku rifjuðum við upp tölurnar, litina og dýrin.
Við lærðum krosssaum, fórum í lestrarspil. Í Tónmennt sungum við saman lagið ,,Göngum, göngum" og skrifuðum það upp. Þá fórum í nokkra leiki. Við kláruðum flest að lita sprelli strákinn/stelpuna og nokkrir náðu að klippa út.
Að lokum er gott að minna á að það er mjög mikilvægt að allir lesi heima á hverjum degi og skrifi orðin sín.
Það eru allir búnir að vera mjög duglegir í vikunnu :)
Kærar kveðjur,
Vala
