Fara í efni

Krakkarnir í hverfinu :)

22.02.2013
 Elsku mamma og pabbi   Ég var rosalega dugleg/ur alla vikuna. Ég kláraði öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.Ég lærði stafinn Ö ö og gerði mörg verkefni honum...
Deildu
 

Elsku mamma og pabbi
   

Ég var rosalega dugleg/ur alla vikuna. Ég kláraði öll markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði.


Ég lærði stafinn Ö ö og gerði mörg verkefni honum tengd, ég fann meðal annars orð sem byrjuðu á ö og skrifaði þau í orðasafnið mitt. Ég fór í munaspil, skrifaði sögu í sögubókina mína, ég las frjálst í frjálslestrarbók, safnaði nafnorðum og flokkaði þau í sérnöfn og samnöfn, safnaði orðum sem byrjuðu á   skr-, sk. Einnig safnaði ég orðum sem innihéldu y. Ég myndskreytti orðatiltækið „Barnið vex en brókin ekki"  svo það má nú segja að ég hafi nú verið frekar dugleg/ur, er það ekki?

 

Ég er enn að æfa mig í að  leggja saman tveggja stafa tölur og geyma og það er farið að ganga mun betur hjá mér. Ég tók með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna í ef ég verð í stuði, ég á svo að skila því fimmtudaginn 28. febrúar. (1. bekkur).


Ég hélt áfram að æfa mig í að taka til láns og geyma, ég er orðin/n nokkuð góð/ur í því. Ég tók nú samt með mér aukaverkefni heim sem ég ætla að vinna ef ég nenni. Ég á svo að skila því næsta fimmtudag (28. febrúar) og þá fæ ég ný aukaverkefni. Ég hélt aðeins áfram í nýju bókinni minni um margföldun. Mér finnst margföldun smá erfið, en Vala kenndi mér að í 0 sinnum töflunni er svarið alltaf 0, svo kenndi hún mér líka einu sinnu töfluna, tvisvar sinnum töfluna, fimm sinnum töfluna og tvær aðferðir til að muna níu sinnum töfluna. Ég veit að margföldun er endurtekin samlagning en samt ruglast ég stundum. Ég vona að ég verði fljót/ur að ná tökum á margfölduninni (2. - 3. bekkur).


Hallveig Thorlacius og Helga Arnalds komu í heimsókn til mín og þær sýndu mér leiksýningu um „Krakkana í hverfinu" en það er leikþáttur þar sem brúður voru notaðar til að fræða mig um líkamlegt og kynferðislegt ofbeldi. Brúðurnar ræddu saman um það sem þær höfðu lent í.  Á sýninguna komu fullt af krökkum frá Reykhólum og horfðu á með okkur. Það var mjög gaman að fá gesti :)

  

Ég fór í lestrarspil og æfði mig í „Olsen olsen", perlaði, teiknaði og leik mér í kubbunum.

 

Ég fræddist um mikilvægi skóga. Að hvert tré er kyrrt á sinni rót og það dregur til sín vatn, nýtir orku úr sólinni og vinur koltvíoxíð úr andrúmsloftinu. Það sækir sér næringarefninu úr umhverfinu og breytir þeim í bol, greinar og lauf. Á sama tíma gefur það frá sér dýrmætt efni sem margskonar lífverur eru algjörlega háðar. Þetta efni kallast súrefni. Ég fræddist líka um að þegar skógar eru felldir þá röskum við jafnvægi náttúrunnar þannig að öllu lífríkinu stafar hætta af.  Ég vissi ekki að helmingurinn af þeim lyfjum sem við notum kemur úr ríki náttúrunnar. Skógar draga til sín óæskileg efni og geyma þau. Þeir eru eins og svampar, við flóð draga þeir til sín vatnið en skila því svo til baka í þurrka tíð. Mamma vissir þú að tré framleiða efni sem þéttist í vatnsgufu og vatnsgufan myndar ský sem verður að flæðandi lífgefandi vatni. Og pabbi vissir þú að plöntulíf byggist á samstöðu vatns, lofts, jarðar og sólar. Það er undirstaða hinnar lifandi vistfræði sem við byggjum alla tilvist okkar á. Skógar eru líka verndarar loftslag, þeir geyma meira kolefni en er að finna í öllu andrúmslofti jarðar. Úr skóginum kemur maturinn sem við borðum, vatnið sem við drekkum, loftið sem við öndum og lyfin sem viðhalda heilsu okkar. Án þeirra gætum við ekki lifað.


Svo gerði ég margt annað mjög skemmtilegt. Að lokum langar mig að segja ykkur kæru foreldrar að ég veit að ég er frábær, ég reyni alltaf að standa mig vel og ég reyni alltaf að vera flott fyrirmynd :)


Elsku mamma og pabbi þetta er búin/n að vera fræðandi vika hjá mér en getið þig hjálpað mér með eitt? Það er að skoðað með mér ofan í pennaveskið mitt, ég þarf kannski yddara, strokleður, blýant eða liti.


Með góðri kveðju,

Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg,  Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.  


Ps. Vala, Agnes og Þorbjörg biðja að heilsa :)

Til baka í yfirlit