Fara í efni

Krabbapylsur, muffins og ljúfengar karamellur

03.02.2012
 Kæru foreldrarÞað er búið að vera nóg um að vera hjá okkur í vikunni. Stafurinn  É é var kynntur  og unnu nemendur í  fyrsta bekk verkefni tengd honum.  Anna hjúkrunarkona og S?...
Deildu
 

Kæru foreldrar

Það er búið að vera nóg um að vera hjá okkur í vikunni. Stafurinn  É é var kynntur  og unnu nemendur í  fyrsta bekk verkefni tengd honum.  Anna hjúkrunarkona og Sólrún sjúkraliði komu í heimsókn til okkur og voru með fræðslu um okkur sjálf.  Í íþróttum var farið í stöðvaþjálfun sem reyndi bæði á þol og grófhreyfingar.
 

5 ára hópurinn kom í heimsókn til okkar, hópur 1 fór í listir en hópur 2 teiknaði sjálfsmynd og vann verkefni í íslensku.  

Nemendur fóru í framsagnarpróf, þau sögðu sögu út frá myndum og gekk það ljómandi vel.

Nemendur sungu lagið ,,Hlustið kæru vinir" fyrir stundina okkar  og stóðu þau sig frábærlega vel. Hún Hrafnkatla okkar kvað fyrir þau.


Í náttúrufræði unnu nemendur verkefnablað um meltinguna. 

Á föstudeginum fórum við í matreiðslu, þar bjuggu nemendur til ljúfengar karamellur, krabbapylsur og möffins með karamellukurli.
 

Það voru allir mjög duglegir að vinna að markmiðum sínum í íslensku og stærðfræði .
 

Næsta vika er prófavikaJ  og  svo kemur 5 ára hópurinn til okkar þriðjudag og miðvikudag.

Takk fyrir vikuna

Kveðja,
Vala

Til baka í yfirlit