Í gærkvöldi hélt tónlistarmaðurinn og trúbadorinn KK frábæra tónleika á Klifstúni. Þeir stóðu yfir í klukkustund og var KK afskaplega vel tekið af fjölmenni sem hafði komið sér vel fyrir í brekkunni. Fyrr um kvöldið hafði töframaðurinn Ingó Geirdal heillað Strandamenn og gesti Hamingjudaga upp úr skónum með ótrúlegum töfrabrögðum á heimsmælikvarða og unga kynslóðin kíkt á Furðufataball í Bragganum.
Dagskrá Hamingjudaga heldur síðan áfram af fullum krafti í dag.
KK með frábæra tónleika á Klifstúni
30.06.2012
Í gærkvöldi hélt tónlistarmaðurinn og trúbadorinn KK frábæra tónleika á Klifstúni. Þeir stóðu yfir í klukkustund og var KK afskaplega vel tekið af fjölmenni sem hafði komið sér...
