Kjörsókn hefur verið með ágætum í Strandabyggð í dag að sögn Guðmundar Björgvins Magnússonar formanns kjörstjórnar, en kl. 14:00 þegar þessar myndir voru teknar höfðu 44,4% kjörbærra manna kosið. Kjörstað var lokað núna kl. 17:00. Kjörstaður var í Íþróttamiðstöð Strandabyggðar og vígður var nýr kjörkassi, smíðaður af oddvita sveitarfélagsins, Jóni Gísla Jónssyni. Lokatölur um kjörsókn liggja ekki fyrir.
Bætt við 11. apríl 2011: Kjörsókn í Strandabyggð var 64,4%.
Kjörsókn með ágætum í Strandabyggð
09.04.2011
Kjörsókn hefur verið með ágætum í Strandabyggð í dag að sögn Guðmundar Björgvins Magnússonar formanns kjörstjórnar, en kl. 14:00 þegar þessar myndir voru teknar höfðu 44,4% kjö...
