Nemendur í 6. og 7. bekk dvelja nú í góðu yfirlæti í Reykjaskóla og vinna þar að mjög fjölbreyttum viðfangsefnum, íþróttum og leikjum, umhverfisfræðslu, náttúrufræði. Hver hópur fer einu sinni í heimsókn í Byggðasafn Strandamanna og Húnvetninga og þegar þetta er ritað er hópur barna að læðast um Byggðasafnið með vasaljós. Hápunktur þeirrar ferðar er svo við Hákarlaskipið Ófeig þar sem fólki gefst kostur á að sanna hreysti sína með hákarlsáti. Nemendur af Ströndum hafa ævinlega staðið sig betur en aðrir í þessari íþróttagrein.
Í Reykjaskóla eru 100 krakkar úr Kársnesskóla í Kópavogi, Brekkuskóla á Akureyri, Grunnskólanum á Drangsnesi og Grunnskólanum á Hólmavík. Þessir krakkar eru þegar farnir að kynnast og eru duglegir að tala saman og leika sér saman.
Kátir krakkar í Reykjaskóla
24.01.2012
Nemendur í 6. og 7. bekk dvelja nú í góðu yfirlæti í Reykjaskóla og vinna þar að mjög fjölbreyttum viðfangsefnum, íþróttum og leikjum, umhverfisfræðslu, náttúrufræði. Hver h?...
