Kæru íbúar Strandabyggðar,
Það er eitthvað sérstakt við það þegar jólaljós eru tendruð. Og það var góð og skemtileg stund, þegar ljósin á jólatré Strandabyggðar voru tendruð á Galdratúni, við Galdrasafnið og Strandakúnst sl föstudag. Það var góð mæting, bæði krakka og fullorðinna og í boði var jólatónlist, kakó, kaffi og piparkökur. Krakkarnir töldu niður úr 5 hátt og snjallt og kölluðu síðan „Gleðileg Jól“. Við það kviknaði á trénu og náði snúran frá trénu inn til Gámaþjónustu Hólmavíkur ehf, sem tryggði rafmagnið. Galdrasafnið lagaði kakó og kaffi og þannig lögðu margir hönd á plóg. Og krakkarnir sem þarna voru skemmtu sér vel.
Skemmtileg stund og við stefnum á að gera þetta áfram um næstu jól.
Kveðja, Þorgeir Pálsson, oddviti
