Fara í efni

Jólagjöf til starfsmanna Strandabyggðar - Óskum eftir þátttöku fyrirtækja í Strandabyggð.

18.11.2025
Strandabyggð auglýsir eftir þátttöku fyrirtækja í Strandabyggð vegna jólagjafabréfs.
Deildu

Strandabyggð auglýsir eftir þjónustuaðilum, framleiðendum, veitingaaðilum og verslunaraðilum í Strandabyggð sem hafa áhuga á að taka á móti gjafabréfum sem verður jólagjöf sveitarfélagsins til starfsmanna Strandabyggðar. 

Skilyrði fyrir þátttöku er að rekstraraðili eða fyrirtæki sé skráð hjá hinu opinbera og sé starfandi í Strandabyggð. 

Gjafabréfin munu vera með upptalningu þeirra fyrirtækja og þjónustuaðila sem skrá sig hjá skrifstofu Strandabyggðar og nýtast sem greiðsla fyrir eða upp í vöru og/eða þjónustu hjá viðkomandi fyrirtæki. 

Tekið er við skráningum rekstrar- og þjónustuaðila á strandabyggd@strandabyggd.is til og með 30. nóvember. - Framlengjum frestinn út sunnudaginn 7. desember.

Gert er ráð fyrir að gjafabréfin gilda frá desember 2025 til 31 maí 2026.

Fyrir nánari upplýsingar er hægt að hafa samband við skrifstofu Strandabyggðar í s: 451-3510 eða á strandabyggd@strandabyggd.is

Til baka í yfirlit