Elsku mamma og pabbi
Ég stóð mig rosalega vel eins og venjulega alla vikuna. Ég kláraði markmiðin mín bæði í íslensku og stærðfræði. Stafurinn J j var kynntur og unnin voru verkefni honum tengd.
Vikan einkenndist að mest af æfingum fyrir litlu jólin, föndri og kortagerð. Ég söng þrjú jólalög og hann Jón Stefánsson spilaði undir hjá mér. Það gekk alveg ljómandi vel hjá mér.
Ég æfði hlutverkið mitt í leikritinu Ungfrú Jóla og það gekk rosalega vel hjá mér og ég er alveg að verða búin/n að læra rulluna mína. Hún Ása skrifaði það fyrir mig J Í jólaföndrinu er ég að búa til jólasveinn úr pappírshólki, ég málaði hólkinn minn rauðan, klippti úr skegg úr hvítu filti og límdi á pappírshólkinn minn. Lengra komst ég ekki en ég klára hann í þeirri næstu :)
Mamma og pabbi getið þið hjálpað mér að muna að ég þarf að koma með jólasveinahúfu í skólann, ég ætla að nota hana í atriðinu mínu á litlu jólunum.
Annars var ég bara rosalega dugleg/ur alla vikuna og stóð mig mjög vel.
Frá kennara:
Í skólatösku barnanna ykkar leynist leyfisbréf, þeir sem vilja leyfa birtingu af ljósmyndum barnanna sinna í foreldrabréf og inn á skólavefinn vinsamlegast skrifið undir og sendið til baka með barninu.
Þar sem svartasta skammdegið er gengið í garð og mikilvægt er að börnin okkar séu vel sýnileg. Vil ég því biðja ykkur kæru foreldrar að huga að endurskinsvestum og endurskinsmerkjum.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.