Fara í efni

Jólaföndur foreldrafélagsins

04.12.2013
Jólaföndur foreldrafélagsins fer fram í félagsheimilinu miðvikudaginn 4. desember frá 17.00 til 19.00Hægt verður að kaupa föndur á staðnum frá 250 krónum og upp í 1250 krónur.Það...
Deildu

Jólaföndur foreldrafélagsins fer fram í félagsheimilinu miðvikudaginn 4. desember frá 17.00 til 19.00

Hægt verður að kaupa föndur á staðnum frá 250 krónum og upp í 1250 krónur.

Það væri mjög gott ef börn og fullorðnir tæku með sér skæri og blýanta.

Það er að sjálfsögðu í boði að koma með föndur að heiman og föndra það í góðra vina hópi uppi í félagsheimili.

Allir eru velkomnir, mamma, pabbi, systkini, ömmur og afar og frænkur og frændur og vinir og vinkonur.

Tilvonandi Danmerkurfarar munu standa fyrir kaffiveitingum og kræsingum á góðum kjörum.

Ef við verðum heppin verður kannski jólasveinn kominn á stjá sem mun þá koma og kíkja á jólaföndrið hjá okkur.

Fjölmennum og eigum góða og notalega jólaföndurstund í félagsheimilinu J

          -  Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík.

Til baka í yfirlit