Fara í efni

Jólaföndur á mánudaginn

11.12.2010
Jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 13. desember kl. 18 - 20. Við hvetjum alla nemendur, foreldra, systkini og ömmu og afa til að koma í notalega jólas...
Deildu

Jólaföndur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður mánudaginn 13. desember kl. 18 - 20. Við hvetjum alla nemendur, foreldra, systkini og ömmu og afa til að koma í notalega jólastemmningu þar sem við hlustum saman á jólalög, föndrum og borðum vöfflur.


Tilbúnir föndurpakkar verða seldir á staðnum ásamt bakkelsi á vægu verði og því gott að vera með fé til reiðu í það.
Einnig er gott að koma með nál og tvinna, tölur, perlur og smádót, skæri, skraut á jólakort, borða og þess háttar.

Sjáumst hress í föndurstuði!
Jólakveðja, foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík
Til baka í yfirlit