Fara í efni

Jólaföndur 4. des 2012

11.12.2012
Jólaundirbúningurinn er hafinn í Strandabyggð. Þetta sönnuðu vaskir fulltrúar Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík þegar þeir smöluðu saman börnum og foreldrum árlegt jólafön...
Deildu
Jólaundirbúningurinn er hafinn í Strandabyggð. Þetta sönnuðu vaskir fulltrúar Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík þegar þeir smöluðu saman börnum og foreldrum árlegt jólaföndur félagsins í byrjun aðventunar.
Ungir og aldnir völdu sér þar jólalegar keramikstyttur eða föndurpoka til að föndra að hjartans list.
Einnig var drukkið kakó og maulað á jólakökum við undirspil jólalaga.

Góð þátttaka var og mikil stemmning í hópnum, sérstaklega þegar jólasveininn kíkti við með tilheyrandi rugli og útúrsnúningum.

Til baka í yfirlit