Elsku mamma og pabbi
Ég stóð mig mjög vel eins og venjulega alla vikuna. Ég var dugleg/ur að vinna bæði í íslensku og stærðfræði. Í íslensku fór ég meðal annars í rím, samsett orð, kyn orða. Stafurinn O o var kynntur og unnin voru verkefni honum tengd.
Ég vann verkefni í bókin „Kátt er í kynjadal" þar átti ég að sippa eins mörum sinnum og ég gat, drippla bolta og grípa bolta. Þetta gekk alveg ljómandi vel hjá mér og það var mikið stuð.
Hjá Ástu í listum hélt ég áfram með fiskabúrið mitt og svo aðeins í boltanum mínum. Þessi verkefni eru bæði mjög skemmtileg og ég er alveg að verða búin/n að klára þau.
Í íþróttum hjá Árdísi fór ég í allskonar leiki og það var mikið fjör.
Í náttúrufræði ræddum við meðal annars um tennurnar, ég fræddist um fjölda tanna hjá börnum og fullorðnum, einnig um það að þær hjálpi mér að brjóta niður fæðuna. En það mikilvægasta er að ég hugsi vel um tennurnar mínar og muni að bursta þær á hverjum degi.
Ég kláraði líka að líma steinakarlinn minn saman og nú á ég bara eftir að setja á hann hár og skeyta hann smá.
Í trúarbragðafræði ræddum við saman um aðventuna. Nú veit ég að síðustu fjórar vikurnar fyrir jól eru kallaðar aðventa eða jólafasta. Þennan tíma nota flestir til að undirbúa jólahátíðina.
Ég lærði líka heitin á kertunum fjórum sem eru í aðventukransinum. Fyrsta kertið er Spádómakertið, en það minnir á fyrirheit spámanna sem höfðu sagt um komu frelsarans. Annað kertið er Betlehemskertið, og heitir eftir fæðingarbæ Jesús. Þriðja kertið er Hirðakertið, nefnt eftir hirðingjunum sem fengu fyrst fregnina um fæðingu frelsarans. Fjórða kertið er Englakertið, sem minnir okkur á englana sem fluttu fréttina um fæðingu frelsarans.
Mamma og pabbi, nú er farið að vera frekar kalt úti og þess vegna er svo mikilvægt að ég komi vel klædd/ur í skólann þannig að mér verði ekki kalt í frímínútu og svo er útitími í töflu hjá mér á fimmtudögum.
Í næstu viku þarf ég ekki að mæta í skólann á fimmtudag og föstudag því að þá fæ ég vetrarfrí.
Annars var ég bara frekar dugleg/ur alla vikuna og stóð mig mjög vel.
Með góðri kveðju,
Alex Ingi, Emma Ýr, Íris Jökulrós, Kristinn Jón, Ólöf Katrín, Stefán Dam, Unnur Erna, Þórey Dögg, Brynhildur, Isabella Sigrún, Jón Haukur, Michael Miro, Sólveig María, Sævar Eðvald, Arndís Una, Hrafnkatla og Þorsteinn.
