Jólaball.
18.12.2013
Í dag héldum við jólaball á leikskólanum. Viðar kom og spilaði á harmonikku og við gengum í kringum jólatréð og sungum ýmis jólalög. Þegar við vorum að syngja þá sáum v...
Í dag héldum við jólaball á leikskólanum. Viðar kom og spilaði á harmonikku og við gengum í kringum jólatréð og sungum ýmis jólalög. Þegar við vorum að syngja þá sáum við einhverja rauðklædda karla á hlaupum í garðinum. Þegar betur var að gáð voru þarna komnir tveir jólasveina og þeir komu inn og dönsuðu með okkur í kringum jólatréð og gáfu síðan öllum pakka. Við enduðum svo litlu jólin okkar á því að fá okkur hangikjöt og hefðbundið meðlæti.