Fara í efni

Jafnréttismál á Ströndum og Reykhólahreppi

07.11.2011
Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur hafa ákveðið að jafnréttismál falli undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarfélagið St...
Deildu

Sveitarfélögin Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Reykhólahreppur hafa ákveðið að jafnréttismál falli undir Velferðarnefnd Stranda og Reykhólahrepps. Sveitarfélagið Strandabyggð sendi tillögu að jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélagið til umsagnar til Jafnréttisstofu sem hefur skilað athugasemdum. Sú vinna verður lögð til grundvallar í sameiginlegri jafnréttisáætlun fyrir sveitarfélögin fjögur auk þess sem nefndin mun vinna aðgerðaráætlun sem fellur inn í áætlunina.  

Jafnréttismál féllu áður undir Atvinnumála- og hafnarnefnd í Strandabyggð.

Til baka í yfirlit