Fara í efni

Íþróttavika 23-30 september

25.09.2024
Íþróttavika Evrópu hófst 23 september og stendur til 30 september. Strandabyggð tekur þátt í þessu verkefni og býður öllum íbúum Strandabyggðar frítt í sundlaugina á Hólmavík ...
Deildu
Íþróttavika Evrópu hófst 23 september og stendur til 30 september. 

Strandabyggð tekur þátt í þessu verkefni og býður öllum íbúum Strandabyggðar frítt í sundlaugina á Hólmavík og einnig frían aðgang að Íþróttamiðstöð Strandabyggðar. 

Héraðssamband Strandamanna, Geislinn og Skíðafélag Strandamanna munu einnig bjóða upp á opnar æfingar þessa viku ásamt fleiri viðburðum. 

Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrá Héraðssambands Strandamanna og taka þátt. 
Til baka í yfirlit